Saga safnsins

Saga Byggðasafnsins

Hér að neðan er farið lauslega yfir sögu safnsins. En ef þið viljið nálgast nánari upplýsingar um sögu safnsins geti þið fundið hana í bókinni Byggðasöfn á Íslandi

 • 1924 Hafnarsjóður Hafnarfjarðar eignast Sívertsens-húsið. Og…

  Hafnarsjóður Hafnarfjarðar eignast Sívertsens-húsið. Og var Sívertsens-húsið notað undir bæjarskirfstofur Hafnarfjaðar á árunum 1930-1944.

 • 1944 Húsið var afhent bæjarstjórn sem…

  Húsið var afhent bæjarstjórn sem fékk það hlutverk að gera húsið upp og varðveita það í upprunnalegri mynd.

 • 1946 Ágúst Steingrímsson sendi Málfundafélaginu Magna…

  Ágúst Steingrímsson sendi Málfundafélaginu Magna bréf um þá hugmynd að flytja Sívertsens-húsið í Hellisgerði til að varðveita húsið þar og láta húsið hýsa byggðasafn. Magna-menn, sem sáu um og ráku Hellisgerði á þessum tíma, sendu bæjarstjórn erindi um málið og lýsti bæjarstjórn sig reiðubúna til viðræðna um málið.

 • 1948 Bæjarráð samþykkir að leggja til…

  Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bærinn yrði aðili að samkomulagi um athuganir á flutningi og varðveislu á húsi Bjarna Sívertsens. Rúmum mánuði síðar var það samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Fulltrúa í nefndinni áttu, auk bæjarstjrónar, Málfundarfélagið Magni, Útgerðarmannafélag Hafnarfjarðar, Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar og Kaupmannafélag Hafnarfjarðar.

 • 1953 Formlegt upphaf Byggðasafns Hafnarfjarðar má…

  Formlegt upphaf Byggðasafns Hafnarfjarðar má rekja til fundar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 1953. Þar voru til umfjöllunar breytingar á fjárhagsáætlun bæjarsóðs og lögðu fulltrúar Alþýðuflokksins fram tillögu undir liðnum “Hellisgerði o.fl.” þar sem fram kemur í c-lið að veita skuli 10.000 kr til byggðasafns.

  Kosin var byggðasafnsnefnd í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 14. apríl, 1953. Hana skipuðu Óskar Jónsson, Gísli Sigurðsson og Kristinn J. Magnússon, hlutverk þeirra var að koma safninu upp. Og strax frá upphafi  komu fram hugmyndir að koma safninu fyrir í Sívertsen-húsinu við Vesturgötu

  Þegar samþykkt var að stofna Byggðasafn Hafnarfjarðar árið 1953 hafði nokkur söfnun átt sér stað í bænum en þó var enn vitað af munum sem voru varðveittir hjá bæjarbúum. Ein af ástæðum þess að safnið var stofnað var að menn óttuðust að þessir gripir glötuðust ef þeim yrði ekki safnað saman og varðveittir á viðurkenndu safni. Auk þessa hefði upplýsingum um lifnaðarhætti og menningu verið safnað í Hafnarfirði um nokkurt skeið og fréttum af stofnun safnsins var komið inn á þá söfnun.

 • 1955 Sumarið 1955 var samþykkt í…

  Sumarið 1955 var samþykkt í bæjarstjórn Hafnarfjarðar að úthluta Byggðasafninu húsinu en þó einungis neðri hæðinni þar sem að vegna húsnæðisleysis í bænum varð að koma “húsvillu fólki” fyrir á efri hæðinni.

 • 1965 Árið 1965 tókst loksins að…

  Árið 1965 tókst loksins að rýma Sívertsens-húsið og hefja viðgerðir á því. Snemma 1965 fékk Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar leyfi frá bæjarstjórn að hefja viðgerðir á húsinu og endurbyggja það í upprunalega mynd í samráði við bæjarverkfræðing og Þjóðminjavörð. Rótarýklúbburinn stafnaði félagið “Hús Bjarna Riddara” til að sjá um framkvæmd en því stjórnaði Gunnar Ágústsson hafnarstjóri.

 • 1973 Fjárskortu olli því að verkefnið…

  Fjárskortu olli því að verkefnið sóttist hægt og fór svo að lokum að sú ákvörðun var tekin af bæjarstjórn Hafnarfjarðar að bæjarsjóður tæki yfir verkið og kláraði það sem þá var enn ógert og var það sammþykkt af félaginu “Hús Bjarna Riddara”.

 • 1974 Opnun safnsins var liður í…

  Opnun safnsins var liður í hátíðarhöldum sem blásið var til í Hafnarfirði í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar og var vígsla hússins sem byggðasafns opnunarviðburður þeirra hátíðarhalda.

 • 1979 Sigríður Erlendsdóttir fundaði með byggðasafnsnefndinni…

  Sigríður Erlendsdóttir fundaði með byggðasafnsnefndinni og bauðst til að ánafna safninu húseign sína.

 • 1979 Sigríður lést og arfleiddi safninu…

  Sigríður lést og arfleiddi safninu Siggubæ í erfðaskrá sinni með nokkrum skilyrðum. Málið vafðist lengi fyrir bæjaryfirvöldum.

 • 1985 Bæjarráð tók loks afstöðu í…

  Bæjarráð tók loks afstöðu í málinu og samþykktu á fundi sínum 20. júní 1985 að afþakka gjöfina

 • 1985 Bæjarráðinu snérist hugur í febrúar…

  Bæjarráðinu snérist hugur í febrúar 1988og var ákveðið að Siggubær yrði hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar. Voru settir fjármunir í fjárhagsáætlun til endurbóta á bænum.

  Sýningarstefna húsana á safninu var nokkuð ljós frá upphafi. Í Sívertsens-húsinu var sýnt hvernig yfirstéttarfjölskyldan í Hafnarfirði bjó í upphafi 19. aldar auk þess sem ljósi var varpað á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans en í Siggubæ var sýnt hvernig alþýðufjölskyldan í Hafnarfirði bjó í byrjun 20. aldar og hvernig hinir dæmugerðu bárujárnsklæddu timburbæir litu út.

  Þegar hér er komið við sögu er safnið ekki mðe sýningar sal til að setja upp sýningar um sögu bæjarins. Úr því bættist 1988 þegar safnið fékk Vesturgötu 8 til umráða, hús sem kallað var Riddarinn. Húsið hentaði að vísu ekki vel til sýningarstarfsemi en þó voru á næstu árum settar þar upp nokkrar minni sýningar.

 • 1989 Í tilefni af 80 ára…

  Í tilefni af 80 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðarbæjar, var Siggubær opnaður sem sýningar hús Byggðasafns Hafnarfjarðar með það lutverk að sýna komandi kynslóðum hvernig alþýðufjölskyldur í Hafnarfirði bjuggu á fyrri hluta 20. aldar.

 • 1992 Sýningarhald í Riddaranum laukárið 1992…

  Sýningarhald í Riddaranum laukárið 1992 þegar bæjaryfirvöld tóku þá ákvörðun að húsið yrði gert að upplýsingarmiðstöð fyrir ferðamenn og yrði þá ekki lengur í forsjá Byggðasafnsins.

 • 1994 Í fyrsta sinn kominn í…

  Í fyrsta sinn kominn í notkunn boðlegur fastur sýningarsalur hjá Byggðasafni Hafnarfjarðar þegar það fékk langþráð sýningar- og lagerhúsnæði í smiðjunn, Strandgötu 50.

 • 1997 Smiðjan var stækkuð

  Smiðjan var stækkuð

 • 1999 Smiðjan var aftur stækkuð og…

  Smiðjan var aftur stækkuð og voru þá komnir tveir sýningarsalir ásamt góðu lagerhúsnæði og skrifstofum inn í Smiðjunni.

 • 2004 Í kjölfari þess að Sjóminjasafn…

  Í kjölfari þess að Sjóminjasafn Íslands var lagt niður, var sýningarstarfsemi byggðasafnsins flutt úr Smiðjunni yfir í Bryde-pakkhús að Vesturgötu 6 en lageraðstöðu fékk safnið í þjónustumiðstöð bæjarins við Hringhellu.

 • 2006 Lagerhúsnæði safnsins selt og fékk…

  Lagerhúsnæði safnsins selt og fékk safnið þá mjög vand og varanlegt lagerhúsnæði að Hringhellu 14, húsnæði sem uppfyllir allar nútímakröfur varðveisluhúsa.

 • 2008 Á hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar,…

  Á hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarkaupstaðar, bættist verulega í húsasafn byggðasafnsins er Beggubúð, Bookless Bungalow og Góðtemplarahúsið urðu að sýningarhúsum en auk þess var sett upp varanleg sýningaraðstaða meðfram strandstígnum þar sem settar eru upp ljósmyndasýningar ár hvert.