Haldið verður málþing um varðveislu gamalla báta í Ægi 220, Strandgötu 90, þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 16.30.

Haldið verður málþing um varðveislu gamalla báta í Ægi 220, Strandgötu 90, þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 16.30.
Undirtitill málþingsins er Hvar á að draga mörkin? og vísar til margvíslegra álitamála sem tengjast þessum minjaflokki, svo sem aldursákvæði í lögum, í hverju sanngildi bátanna liggur og álitamál varðandi mjög illa farna báta.

Dagskrá:

  • Inga Sóley Kristjönudóttir, Minjastofnun Íslands: Bátar – staða og horfur í Minjavernd.
  • Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins: Súðbyrðingar – hvers virði eru þeir?
  • Ágúst Østerby, hugsjónamaður um varðveislu trétbáta: Hvar drögum við mörkin í varðveislu báta?
  • Einar Jóhann Lárusson, bátasmiður: Hugleiðingar bátasmiðs að framtíð.
  • Jón Bergmann Heimisson, Punktaský: Þríviddarskönnun trébáta til varðveislu.
  • Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ og Eva Kristín Dal, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar: Samantekt um málþing um súðbyrðinga í Kotka, Finlandi í 4.-6. september 2025.
Að málþinginu standa Byggðasafnið á Garðskaga, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Byggðasafn Reykjanesbæjar og er styrkt af Safnasjóði.

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Hlutverk Byggðasafns Hafnarfjarðar er að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu Hafnarfjarðar og nágrennis og kynna fyrir almenningi.

Þemasýning

Ávallt viðbúin, skátastarf í 100 ár

Núverandi þemasýning í forsal Pakkhússins fjallar um upphaf og sögu skátastarfs í Hafnarfirði í 100 ár. Gert er grein fyrir…

  • Dagsetning1. maí – 31. ágúst 2026
  • Tímasetning11:00 – 17:00