Gúttó

Gúttó

Opnunartímar

Eftir samkomulagi

Suðurgata 7 Hafnarfjörður

Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886 og þótti stórt, rúmaði um 300 manns en þá bjuggu rúmlega 400 manns í Hafnarfirði. Góðtemplarahúsið var fyrsta eiginlega samkomuhús Hafnfirðinga og um langan tíma miðstöð allrar menningar í bænum. Þar fór fram félagsstarf Góðtemplarareglunnar, auk funda og skemmtana annarra félaga. Í húsinu var fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar haldinn. Í Góðtemplarahúsinu er að finna sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem varpað er ljósi á sögu templaranna og starfseminnar í húsinu í gegnum árin.

Fleiri sýningar

Pakkhúsið

Pakkhúsið

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning.

 • 11:00 – 17:00 laugardaga og sunnudaga
 • Vesturgata 6
Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen.

 • Opið eftir samkomulagi
 • Vesturgata 6
Bookless Bungalow

Bookless Bungalow

Bungalowið var byggt árið 1920 fyrir Douglas Bookless sem hafði ásamt bróður sín Harry rekið umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á…

 • Opið eftir samkomulagi
 • Vesturgata 32
Siggubær

Siggubær

Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið…

 • Opið eftir samkomulagi
 • Kirkjuvegur 10
Beggubúð

Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt…

 • Opið eftir samkomulagi
 • Vesturgata 6
Strandstígur

Strandstígur

Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…

 • Alltaf opið
 • Strandstígur