Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975
Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum…
1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
Bungalowið var byggt árið 1920 fyrir Douglas Bookless sem hafði ásamt bróður sín Harry rekið umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Þeir voru áhrifamiklir og langstærstu atvinnurekendur í bænum um árabil.
Eftir daga Bookless Bros tók annað breskt fyrirtæki, Hellyer Bros Ltd, frá Hull við eignum fyrirtækisins og rak blómlega útgerð um tíma. Húsið var opnað eftir endurbætur árið 2008 sem hluti af Byggðasafni Hafnarfjarðar og er þar að finna sýningu um tímabil erlendu útgerðanna í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar auk þess sem þar má sjá stássstofu þeirra Booklessbræðra.