Safnfræðsla á Byggðasafni Hafnarfjarðar

Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur á móti hópum á öllum skólastigum og býður skólahópum upp á leiðsögn og fræðslu um allar sýningar safnsins í Pakkhúsinu, Sívertsenhúsi, Siggubæ, Beggubúð, Bungalow og Gúttó. Heimsóknin tekur um hálfa til eina klukkustund og hægt er að heimsækja eitt eða fleiri hús í hverri heimsókn. Leiðsögn og fræðsla eru sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig. Kennurum býðst einnig að fara um sýningar með nemendur á eigin vegum.

Safnið er óformlegur námsvettvangur sem skólar geta nýtt á ýmsa vegu. Markmið safnfræðslu Byggðasafnsins er að veita nemendum innsýn í sögu bæjarins, vekja þá til umhugsunar um fortíðina og hvernig lífið var í gamla daga.

Tekið er á móti hópum alla virka daga og hægt er að bóka heimsóknir á vefnum eða hringja í síma 585-5780. Nánari upplýsingar um sýningar safnsins er að finna hér.

  • Eftir samkomulagi - Heimsókn hópa þarf að bóka

Jólin í Sívertsens-húsi

Í desember ár hvert er tekið á móti leikskólahópum í Sívertsens-húsi, frá 12.-22. desember. Leikskólahópum á elstu deildum leikskóla er boðið að koma í Sívertsens-hús og fræðast um húsið, fólkið sem þar bjó, jólin í gamla daga og í lok heimsóknar kemur svo óvæntur gestur. Heimsóknin tekur um 40 mínútur og miðað er við að hver hópur sé ekki stærri en 25 börn. Hægt er að bóka heimsóknir með því að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 585-5780.

  • 12-22 desember - Eftir samkomulagi - Heimsókn hópa þarf að bóka