Pakkhúsið

Pakkhúsið

Opnunartímar

1. júni - 31. ágúst 11:00 - 17:00 alla daga

1. sept - 31. mai 11:00 – 17:00 um helgar.

Vesturgata 6

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Á sýningunni „Þannig var…” er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Þar er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira.

Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning ber nafnið „þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975“

Á þessari sýningu er gert grein fyrir íbúafjölgun í Hafnarfirði á árunum 1960 – 1975 og hvað það hafði í för með sér.

Brýn þörf var á uppbygging nýrra hverfa, fjölgun skóla úr einum í þrjá, bætt íþróttaaðstaða og aukið æskulýðsstarf setti svip sinn á bæinn. Mikið var lagt upp úr atvinnu uppbyggingu og var töluverðum fjölda iðnaðarlóða úthlutað. Stærsta breytingin var þegar Íslenska álfélagið ,,ÍSAL“ var sett á fót innan bæjarmarkanna og í aðdraganda þess byggt álver sem var mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði.

Með stækkandi bæ urðu vegalengdir lengri og myndaðist þá þörf fyrir innanbæjar strætisvagna og kjörbúðarbíll Kaupfélags Hafnarfjarðar þjónaði bæjarbúum. Samhliða þessum breytingum var þörf á bættri götulýsingu og bundnu slitlagi. Eitt af stóru málunum í huga bæjarbúa á þessum tíma var uppbygging hitaveitu í bænum sökum þess hvað olíuverð hafði hækkað. Framkvæmdir við hitaveitu með jarðvarma hófust 1974 og var fyrsta húsið, Miðvangur 114, tengt í ágúst ári síðar.

Þemasýningin stendur í 11 mánuði.

Fleiri sýningar

Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975

Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975

Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum…

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 6
Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen.

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 6
Bookless Bungalow

Bookless Bungalow

Bungalowið var byggt árið 1920 fyrir Douglas Bookless sem hafði ásamt bróður sín Harry rekið umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á…

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 32
Siggubær

Siggubær

Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið…

  • Opið um helgar frá 11.00 - 17.00
  • Kirkjuvegur 10
Beggubúð

Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt…

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 6
Strandstígur

Strandstígur

Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…

  • Alltaf aðgengilegt
  • Strandstígur
Gúttó

Gúttó

Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886

  • Opið eftir samkomulagi
  • Suðurgata 7 Hafnarfjörður