Pakkhúsið

Pakkhúsið

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Á sýningunni „Þannig var…” er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Þar er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira.

Á efstu hæð Pakkhússins er að finna leikfangasýningu safnsins. Sýning þessi, sem hið margverðlaunaða enska sýningafyrirtæki Janvs Ltd hannaði, er sérstaklega ætluð börnum. Á Byggðasafni Hafnarfjarðar er varðveitt stórt safn leikfanga og er hluti þess á sýningunni. Mununum er skipt reglulega út og því er alltaf eitthvað nýtt að sjá á leikfangasýningu Byggðasafnsins.

Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um grásleppukarla og smábátaútgerð í bænum. Um aldir hafa Hafnfirðingar sótt sjóinn á árabátum en í upphafi 20. aldarinnar hófst vélvæðing smábátaútgerðarinnar sem þróaðist áfram þar til hún náði ákveðnum hátindi í bænum á sjöunda og áttunda áratuginum. Leitast er við að varpa ljósi á þessa sögu á sýningunni sem verður opin á laugardögum og sunnudögum í vetur kl. 11:00 – 17:00.

Þemasýningin stendur í 11 mánuði.

Opnunartímar

Laugardaga og sunnudaga 11:00 – 17:00

Aðrar sýningar

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen.

Lesa meira
Vesturgata 6
Bookless Bungalow

Bookless Bungalow

Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918.

Lesa meira
Vesturgata 32
Siggubær

Siggubær

Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið…

Lesa meira
Kirkjuvegur 10
Beggubúð

Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt…

Lesa meira
Vesturgata 6
Gúttó

Gúttó

Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886

Lesa meira
Suðurgata 7
Strandstígur

Strandstígur

Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaaðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…

Lesa meira
Strandstígur