Byggðasafn Hafnarfjarðar er minja- og ljósmyndasafn Hafnarfjarðarbæjar. Hlutverk þess er að safna og skrásetja, varðveita, forverja og rannsaka muni og minjar um menningarsögu svæðisins og kynna þær almenningi. Minjasvæði Byggðasafns Hafnarfjarðar er Hafnarfjörður og nágrenni hans.
Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaaðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…