Haldið verður málþing um varðveislu gamalla báta í Ægi 220, Strandgötu 90, þriðjudaginn 30. september 2025 kl. 16.30.
Undirtitill málþingsins er Hvar á að draga mörkin? og vísar til margvíslegra álitamála sem tengjast þessum minjaflokki, svo sem aldursákvæði í lögum, í hverju sanngildi bátanna liggur og álitamál varðandi mjög illa farna báta.

Dagskrá:

  • Inga Sóley Kristjönudóttir, Minjastofnun Íslands: Bátar – staða og horfur í Minjavernd.
  • Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins: Súðbyrðingar – hvers virði eru þeir?
  • Ágúst Østerby, hugsjónamaður um varðveislu trétbáta: Hvar drögum við mörkin í varðveislu báta?
  • Einar Jóhann Lárusson, bátasmiður: Hugleiðingar bátasmiðs að framtíð.
  • Jón Bergmann Heimisson, Punktaský: Þríviddarskönnun trébáta til varðveislu.
  • Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna í Suðurnesjabæ og Eva Kristín Dal, forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar: Samantekt um málþing um súðbyrðinga í Kotka, Finlandi í 4.-6. september 2025.
Að málþinginu standa Byggðasafnið á Garðskaga, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Byggðasafn Reykjanesbæjar og er styrkt af Safnasjóði.