Byggðasafn Hafnarfjarðar tekur á móti hópum á öllum skólastigum og býður skólahópum upp á leiðsögn og fræðslu um allar sýningar safnsins í Pakkhúsinu, Sívertsenhúsi, Siggubæ, Beggubúð, Bungalow og Gúttó. Safnið er óformlegur námsvettvangur sem skólar geta nýtt á ýmsa vegu. Markmið safnfræðslu Byggðasafnsins er að veita nemendum innsýn í sögu bæjarins, vekja þá til umhugsunar um fortíðina og hvernig lífið var í gamla daga. Heimsóknin tekur um hálfa til eina klukkustund og hægt er að heimsækja eitt eða fleiri hús í hverri heimsókn. Leiðsögn og fræðsla eru sniðnar að þörfum hvers hóps fyrir sig. Kennurum býðst einnig að fara um sýningar með nemendur á eigin vegum. Tekið er á móti hópum alla virka daga og hægt er að bóka heimsóknir á vefnum eða hringja í síma 585-5780. Nánari upplýsingar um sýningar safnsins er að finna hér.