Núverandi þemasýning í forsal Pakkhússins fjallar um upphaf og sögu skátastarfs í Hafnarfirði í 100 ár. Gert er grein fyrir fjölbreyttu starfi skátanna í Hafnarfirði og þann veigamikla sess sem þeir hafa skipað í tómstundum barna og unglinga í bænum.

Skátafélag Hafnarfjarðar var stofnað í ársbyrjun 1925 og var strax mjög blómlegt. Fyrsti sveitaforingi félagsins var Gísli Sigurðsson, síðar lögregluþjónn og fyrsti forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar. Skátastarfið hefur verið í föstum skorðum í Hafnarfirði frá stofnun félagsins en árið 1945 var nafninu breytt í Skátafélagið Hraunbúar.

Eftir 100 ára starf eru Hraunbúar ennþá með metnaðarfullt skátastarf og er eitt fjölmennasta skátafélagið á landinu. Í dag eru um 150 þátttakendur yngri en 18 ára í skátastarfi Hraunbúa. Skátafundir eru haldnir flest kvöld vikunnar í skátaheimilinu Hraunbyrgi og á síðustu árum hefur aldursbil félaga breikkað og fundum fjölgað.