Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Þetta er gamalt verslunarhús sem var byggt árið 1906 og stóð áður við Strandgötu, aðalverslunargötu bæjarins.

Beggubúð er gamalt verslunarhús með upprunalegum innréttingum. Þar er uppsett gömul verslun eins og þær voru á síðustu öld. Margir muna líklegast eftir húsinu á Strandgötu og hafa tengingu og tilfinningar til en árið 2008 var það flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningarhús. Sérstakar gluggaútstillingar eru settar upp við ýmis tækifæri, til dæmis á 17. júní og um jólin.