Köldu ljósin
Sýningin „Köldu ljósin“ var sett upp í tilefni 120 ára afmælis fyrstu almenningsrafveitunnar á Íslandi. Sýningin er í undirgöngunum, undir…
Opið eftir samkomulagi
Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886 og þótti stórt, rúmaði um 300 manns en þá bjuggu rúmlega 400 manns í Hafnarfirði. Góðtemplarahúsið var fyrsta eiginlega samkomuhús Hafnfirðinga og um langan tíma miðstöð allrar menningar í bænum. Þar fór fram félagsstarf Góðtemplarareglunnar, auk funda og skemmtana annarra félaga. Í húsinu var fyrsti fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar haldinn. Í Góðtemplarahúsinu er að finna sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem varpað er ljósi á sögu templaranna og starfseminnar í húsinu í gegnum árin.