Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975
Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum…
Opin alla daga
Sýningin „Köldu ljósin“ var sett upp í tilefni 120 ára afmælis fyrstu almenningsrafveitunnar á Íslandi. Sýningin er í undirgöngunum, undir Lækjargötu, við Hamarskotslæk sem er hluti af vinsælli gönguleið og er sýningin því fræðandi og skemmtileg viðbót við daglegt líf Hafnfirðinga og annarra sem eiga þar leið hjá.
Jóhannes Reykdal var mikill brautryðjandi og framfarasinni. Hann lærði til smiðs og reisti trésmíðaverksmiðju við Hamarskotslæk. Trésmiðjan var búin fullkomnum trésmíðavélum sem knúnar voru áfram af fallorku lækjarins. Stuttu seinna fór hann í það mikla verk að rafvæða húsin í Hafnarfirði og voru það 16 hús og fjögur götuljós sem fengu fyrst rafmagn árið 1904.
Á sýningunni er eftirmynd trésmíðaverksmiðju Jóhannesar þar sem hægt er að skoða helstu smíðaverkfæri þess tíma. Sýningin er gagnvirk með þeim hætti að gangandi vegfarendur geta virkjað sýninguna með því að toga í handfang til þess að setja af stað vatnshjól sem snýst með þeim tilgangi að kveikja ljós á táknrænan hátt í þeim 16 húsum sem fyrst fengu rafmagn.