Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu: fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning. Fastasýning Á sýningunni Þannig var… er saga Hafnarfjarðar og nágrennis rakin frá landnámi til okkar daga með aðstoð sagnfræðilegra texta, ljósmynda, teikninga, kvikmynda og fjölda muna sem glæða söguna lífi. Á henni er hægt að fræðast um þýska og enska tímabilið í sögu bæjarins, verslunarsöguna, útgerðarsöguna, íþróttasöguna, hernámið, kvikmyndahúsin og margt fleira. Leikfangasýning Á annarri hæð er upplifunarsýning með alls konar leikföngum og öðru sem snýr að börnum, sérstaklega hönnuð fyrir börn. Meðal annars er hægt að spila gamla tölvuleiki eins og Space Invaders og Super Mario Bros. Þemasýning Nýja þemasýning er sett upp í forsal Pakkhússins á hverju vori og stendur yfir í 11 mánuði. Vorið 2025 var sett upp sýningin Ávallt viðbúin, skátastarf í 100 ár. Á henni er gert grein fyrir fjölbreyttu starfi skátanna í Hafnarfirði og þann veigamikla sess sem þeir hafa skipað í tómstundum barna og unglinga í bænum. Sjá nánar um sýninguna. Myndagallerý