Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975
Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum…
1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen. Hann var mikill athafnamaður í Hafnarfirði á árunum 1794-1830 og rak þá útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Bjarni var einn af fyrstu Íslendingunum til að fá verslunarleyfi hér á landi eftir daga einokunarverslunarinnar og hefur fengið viðurnefnið „faðir Hafnarfjarðar”. Húsið hefur verið gert upp í upprunalega mynd og er þar sýnt hvernig yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar, auk þess sem varpað er ljósi á merkilega sögu Bjarna Sívertsens og fjölskyldu hans.