Byggðasafn Hafnarfjarðar setur upp nýja þemasýningu í forsal Pakkhússins á hverju vori. Núverandi sýning fjallar um íbúafjölgun Hafnarfjarðar á árunum 1960 -1975 Á þessari sýningu er gert grein fyrir íbúafjölgun í Hafnarfirði á árunum 1960 – 1975 og hvað það hafði í för með sér. Brýn þörf var á uppbygging nýrra hverfa, fjölgun skóla úr einum í þrjá, bætt íþróttaaðstaða og aukið æskulýðsstarf setti svip sinn á bæinn. Mikið var lagt upp úr atvinnu uppbyggingu og var töluverðum fjölda iðnaðarlóða úthlutað. Stærsta breytingin var þegar Íslenska álfélagið ,,ÍSAL“ var sett á fót innan bæjarmarkanna og í aðdraganda þess byggt álver sem var mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði. Með stækkandi bæ urðu vegalengdir lengri og myndaðist þá þörf fyrir innanbæjar strætisvagna og kjörbúðarbíll Kaupfélags Hafnarfjarðar þjónaði bæjarbúum. Samhliða þessum breytingum var þörf á bættri götulýsingu og bundnu slitlagi. Eitt af stóru málunum í huga bæjarbúa á þessum tíma var uppbygging hitaveitu í bænum sökum þess hvað olíuverð hafði hækkað. Framkvæmdir við hitaveitu með jarðvarma hófust 1974 og var fyrsta húsið, Miðvangur 114, tengt í ágúst ári síðar. Myndagallerý