Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975

Þorp verður bær, Hafnarfjörður 1960 – 1975

Opnunartímar

1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga

1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar

Vesturgata 6

Á þessari sýningu er gert grein fyrir íbúafjölgun í Hafnarfirði á árunum 1960 – 1975 og hvað það hafði í för með sér.
Brýn þörf var á uppbygging nýrra hverfa, fjölgun skóla úr einum í þrjá, bætt íþróttaaðstaða og aukið æskulýðsstarf setti svip sinn á bæinn. Mikið var lagt upp úr atvinnu uppbyggingu og var töluverðum fjölda iðnaðarlóða úthlutað. Stærsta breytingin var þegar Íslenska álfélagið ,,ÍSAL“ var sett á fót innan bæjarmarkanna og í aðdraganda þess byggt álver sem var mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði.
Með stækkandi bæ urðu vegalengdir lengri og myndaðist þá þörf fyrir innanbæjar strætisvagna og kjörbúðarbíll Kaupfélags Hafnarfjarðar þjónaði bæjarbúum. Samhliða þessum breytingum var þörf á bættri götulýsingu og bundnu slitlagi. Eitt af stóru málunum í huga bæjarbúa á þessum tíma var uppbygging hitaveitu í bænum sökum þess hvað olíuverð hafði hækkað. Framkvæmdir við hitaveitu með jarðvarma hófust 1974 og var fyrsta húsið, Miðvangur 114, tengt í ágúst ári síðar.

Fleiri sýningar

Pakkhúsið

Pakkhúsið

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning.

  • 1. júni - 31. ágúst 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1. sept - 31. mai 11:00 – 17:00 um helgar.
  • Vesturgata 6
Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen.

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 6
Bookless Bungalow

Bookless Bungalow

Bungalowið var byggt árið 1920 fyrir Douglas Bookless sem hafði ásamt bróður sín Harry rekið umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á…

  • Opið eftir samkomulagi
  • Vesturgata 32
Siggubær

Siggubær

Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið…

  • Opið eftir samkomulagi
  • Kirkjuvegur 10
Beggubúð

Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt…

  • 1.júni - 31. ágúst frá 11:00 - 17:00 alla daga
  • 1.sept - 31.maí frá 11:00 -17:00 um helgar
  • Vesturgata 6
Strandstígur

Strandstígur

Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…

  • Alltaf aðgengilegt
  • Strandstígur
Gúttó

Gúttó

Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886

  • Opið eftir samkomulagi
  • Suðurgata 7 Hafnarfjörður