Hafnarfjarðarlögreglan – Hraustir menn og áræðnir

Hafnarfjarðarlögreglan – Hraustir menn og áræðnir

Opnunartímar

11:00 – 17:00 laugardaga og sunnudaga

Vesturgata 6

Sýningin fjallar um sögu Lögreglunnar í Hafnarfirði frá því fyrstu tveir lögregluþjónarnir voru ráðnir til starfa árið 1908 og allar götur til ársins 2007 þegar embætti lögreglunnar Hafnarfirði var lagt niður og embættin í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík voru sameinuð.

Frá árinu 1908 voru lögregluþjónar í Hafnarfirði ávallt einn eða tveir til ársins 1927 þegar þeim þriðja var bætt við. Svo fjölgaði þeim með árunum og 1982 voru þeir orðnir 27. Upphaflega höfðu lögregluþjónarnir aðstöðu á skrifstofu bæjarfógetans að Suðurgötu 8 en 1938 var opnuð þar varðstofa. Árið 1909 voru innréttaðir tveir fangaklefar í kjallara barnaskólans við Suðurgötu. Árið 1932 voru teknir í notkun fangaklefar í svokölluðu Edinborgarhúsi við Vesturgötu. Þeir voru notaðir allt til ársins 1945 þegar lokið var við að reisa viðbyggingu við lögreglustöðina við Suðurgötu en þar voru sex fangaklefar. Það var svo árið 1987 sem lögreglustöðin var flutt að Flatahrauni 11.

Á sýningunni eru munir sem fengnir voru að láni frá Lögregluminjasafninu, Lögreglustöðinni á Flatahrauni í Hafnarfirði og nokkrum fyrrverandi lögreglumönnum.

Fleiri sýningar

Pakkhúsið

Pakkhúsið

Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu þrjár sýningar í gangi í einu, fastasýning um sögu bæjarins, leikfangasýning og þemasýning.

  • 11:00 – 17:00 laugardaga og sunnudaga
  • Vesturgata 6
Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið

Sívertsens-húsið er elsta hús Hafnarfjarðar, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen.

  • Opið eftir samkomulagi
  • Vesturgata 6
Bookless Bungalow

Bookless Bungalow

Bungalowið var byggt árið 1920 fyrir Douglas Bookless sem hafði ásamt bróður sín Harry rekið umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á…

  • Opið eftir samkomulagi
  • Vesturgata 32
Siggubær

Siggubær

Erlendur Marteinsson sjómaður byggði Siggubæ árið 1902. Dóttir hans, Sigríður Erlendsdóttir, var tíu ára gömul þegar hún flutti í húsið…

  • Opið eftir samkomulagi
  • Kirkjuvegur 10
Beggubúð

Beggubúð

Í Beggubúð er verslunarminjasafn Byggðasafns Hafnarfjarðar. Húsið, sem byggt var árið 1906, stóð áður við aðalverslunargötu bæjarins en var flutt…

  • Opið eftir samkomulagi
  • Vesturgata 6
Gúttó

Gúttó

Góðtemplarahúsið, sem í daglegu tali er kallað Gúttó, var byggt árið 1886

  • Eftir samkomulagi
  • Suðurgata 7 Hafnarfjörður
Strandstígur

Strandstígur

Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar eru settar upp ljósmyndasýningar er…

  • Alltaf opið
  • Strandstígur